Hefðir

ANGAN byggir á rótgrónum, íslenskum hefðum - að baða sig upp úr heitum laugum og köldu Atlantshafinu - og notast við ævafornar remedíur úr villtum, handtýndum jurtum sem notaðar hafa verið í aldaraðir til að næra og lækna húðina.

Ísland er einstakt, með hreina náttúru, hreint vatn, eldgos, jarðhita og mikla nátturulega orku. 

Við viljum vekja áhuga fólks á þeim auðæfum sem íslensk náttúra býr yfir og auka þekkingu og notkun almennings á lækningarjurtum sér til heilsubóta. Með því styrkjum við tengsl milli manns og náttúru í gegn um baðmenninguna og notkun lækningarjurta sem er svo rík í sögu íslendinga.