Sjálfbærni

Okkar markmið er að framleiða sjálfbærar og náttúrulegar húðvörur sem stuðla að heilbrigðari húð og eru aðgengilegar fyrir alla.

 

Markmið okkar er að framleiða sjálfbærar og náttúrulegar húðvörur sem eru aðgengilegar fyrir alla. Sjálfbærni felur í sér að hugsa allt ferlið, allt frá ræktun og vali á innihaldsefnum, umbúðum, framleiðslu og flutningi til menntunar neytandans um mikilvægi þess að velja náttúrulegt og sjálfbært bæði fyrir sig og jörðinni.

Sjálfbærnisstefna okkar er í stöðugri þróun. Hún getur alltaf verið betri og við erum enn að vinna að betri lausnum til að draga úr kolefnisspori okkar. Meðal annars höfum við okkar eigin framleiðslu, notum endurvinnanlegar umbúðir og nýtum náttúruleg og sjálfbær hráefni í vörur okkar. Meðal annars höfum við okkar eigin framleiðslu, notum endurvinnanlegar umbúðir og nýtum náttúruleg og sjálfbær hráefni í vörur okkar.

 

HRÁEFNI

ANGAN nýtir steinefnasalt (affalssalt) úr saltframleiðslu Saltverks, sem er hliðarafurð úr framleiðslunni, sem annars væri sóað, sem lykilhráefni í húðvörur sínar. Steinefnasaltið sem notað er í vörurnar er endurnýtt úr framleiðslunni sem er ríkara af náttúrulegum steinefnum og þar af leiðandi betra að nota fyrir húðina.

Íslenskar jurtir sem vaxa villtar í náttúrunni eru einnig lykilhráefni í vörunum vegna þeirra miklu lífsorku, næringagildis og hreinleika sem þær hafa að bera. Plönturnar vaxa villt í steinefnaríkum jarðvegi sem inniheldur mikið af næringarefnum.

Einnig er notast við íslenska þörunga sem innihalda mikið af lífvirkum efnum, steinefni, lífrænt vottaðar jurtaolíur og lífrænar ilmolíur í vörurnar. Hráefnin sem nýtt eru eru ræktuð og framleidd án allra aukaefna og með því tryggir ANGAN vörurnar séu eins lausar við öll aukaefni eins og hugsast getur.

Vörurnar okkar eru 100% umhverfisvænar, vegan og “cruelty free”. Vörurnar okkar eru án parabena, sílikons, phthalates, pegs, phenoxyethanol, súlfats, glycols, formaldehyde, & annara óæskilegra aukaefna.

 

FRAMLEIÐSLA

ANGAN rekur sína eigin framleiðslu og hefur þannig fullkomna stjórn á gæðum og magni framleiðslunnar. Markmiðið er ávallt að viðhalda sem mestum ferskleika í vörunum.

Með því að hafa eigin framleiðslu gerir það okkur kleift að stjórna betur vatns- og orkunotkun, kolefnislosun og “zero waste” úrgangsstefnu í tengslum við framleiðslu á vörunum. Við störfum einnig náið með smáframleiðendum til að styðja við innlenda sjálfbæra framleiðslu.

 

 

UMBÚÐIR

Markmið ANGAN er að finna leið til þess að útvega 100% endurvinnanlegar og niðurbrjótanlegar umbúðir fyrir okkar vörulínu. Einhver þróun hefur átt sér stað í hönnun á framleiðslu á niðurbrjótanlegum umbúðum en ekki eru enn til nægilega öruggar umbúðir fyrir snyrtivörur sem uppfylla allar þær kröfur sem leitað er eftir.

Vörurnar okkar eru pakkaðar í endurvinnanlegar umbúðir úr ljósvörðu grænu gleri sem lengir geymsluþol varanna og endurvinnanlegar plastumbúðir. Við notum endurvinnanlegan pappír á ytri kassa með vottuðum FSC pappír.

Við bjóðum upp á áfyllingar á baðsöltum okkar með nýtingu á núverandi umbúðum og sparast þá umbúðakostnaður ásamt minnkun kolefnaspors varanna. Við vinnum einnig að hönnun á hringlaga endurvinnslu kerfi fyrir glerumbúðir ANGAN svo þær geti verið endurnýttar. Þetta ferli á þá sérstaklega fyrir innlendan markað og munu umbúðirnar þá fara í gegnum sótthreinsunarferli og fá nýtt líf.

Inni í vefverslun undir hverri vöru finnur þú leiðbeiningar um hvernig sé best að endurvinna umbúðirnar fyrir hverja vöru.