MEET IRIS

Ég er Íris Laxdal, stofnandi og skapari ANGAN. Í kjölfar mikils vinnuálags og stress byrjaði líkami minn að senda mér alls kyns skilaboð í formi líkamlegra verkja og útbrota á húð. Líkami minn var að kalla á hjálp og loks áttaði ég mig á því að ég yrði að forgangsraða og setja bæði líkamann og sálina í fyrsta sæti.

Þarna varð líka ákveðinn vendipunktur í lífi mínu og upphaf ferðalags í átt að meiri sjálfsrækt og lífsfyllingu en ég hafði áður þekkt. Ég lagði rækt við líkama minn og vildi næra húðina með góðum húðvörum sem voru án gerviefna og þekktra ertandi efna sem finna má svo víða.

Þegar ég fann ekki þær vörur sem ég leitaði eftir ákvað ég að ég yrði að búa þessar vörur til sjálf og gera það vel – og úr varð ANGAN.

ANGAN er allt það sem ég vildi sem viðskiptavinur, húðvörur búnar til með hreinum, náttúrulegum og sjálfbærum innihaldsefnum sem róa ertingu, mýkja húðina, auka endurnýjun og láta húðina ljóma. Árangursríkar húðvörur sem næra bæði líkama og sál.

Við hugsum ANGAN bað- og húðrútínur sem tækifæri til þess að gefa okkur tíma fyrir okkur sjálf, næra húðina og sem góða leið í átt að meiri sjálfsást.

Okkar húðrútínur eru skapaðar fyrir þig til þess að tengjast þér og uppgötva töfra nátturunnar.

Þetta er fyrir þig. Þetta er þín stund. Njóta!

Iris Laxdal,
Stofnandi Angan