Innihaldsefni
VILLT
Íslenskar jurtir og villt ber hafa öfluga virkni og má eflaust þakka það góðum vaxtarskilyrðum. Jurtirnar og berin vaxa villtar í steinefnaríkum jarðvegi í óbyggðum þar sem hreint loft, hreint vatn og aðeins nægt sólarljós er yfir sumarmánuðina.
Við nýtum villtar íslenskar jurtir sem lykil hráefni í vörurnar okkar. Jurtirnar vaxa villtar í steinefnaríkum jarðvegi á afskekktum svæðum á Íslandi og innihalda þær mikla virkni og hafa verið notaðar til lækninga.
Við notum meðal annars villt íslenskt birki, fjallagrös, blóðberg og þara í vörurnar okkar.
SJÁLFBÆRT
Innihaldsefni okkar eru sjálfbær og vinnum við með smáframleiðendum til að styðja við innlenda sjálfbæra framleiðslu. Við erum með umhverfisvæna framleiðslu og notum umbúðir sem eru endurvinnanlegar.
We collaborate with an Icelandic sustainable sea salt producer that sources our mineral rich sea salt - By-product - in the last stage of evaporation. The upcycled mineral-rich sea salt is rich in magnesium, potassium, calcium and sodium.
Jarðhitinn er eini orkugjafinn sem notaður er, sem þýðir að í öllu ferlinu engin CO2 og CH4 losun.
PURE
Ísland er hreint, hefur mikið af sjálfbærri orku og stór landsvæði þar sem villtar jurtir vaxa í steinefnaríkum jarðvegi sem innihalda fullt af virkum efnum sem við notum í vörurnar.
Við fáum siðferðilega bestu hráefni sem jörðin hefur upp á að bjóða. Við notum eingöngu hreinar lífrænar kaldpressaðar olíur í hæsta gæðaflokki, CO2 unnar fræolíur og eimaðar lífrænar ilmkjarnaolíur.
Vörurnar okkar eru 100% umhverfisvænar, vegan og “cruelty free”. Eru án parabena, sílikons, phthalates, pegs, phenoxyethanol, súlfats, glycols, formaldehyde, & annara óæskilegra aukaefna.
HANDGERT
Við handgerum vörurnar okkar í eigin framleiðlu í minna magni í einu til þess að viðhalda sem mestum ferskleika í vörunum. Við trúum því að húðvörur eigi að vera einfaldar, hreinar og virkar.
Við sérhönnum Icelandic Botanical Complex sem skilar öflugum andoxunarefnum og næringu. Með því að nota villtar heilar plöntur innihalda þær allt sem húðin þín þarf til að vera í sem mestu jafnvægi. Húðin þín fær næringu með vítamínum, steinefnum, andoxunarefnum, jurtanæringarefnum, omega og amínósýrum.