Velkomin og takk fyrir að koma við á nýja blogginu okkar. Ég heiti Íris Laxdal, stofnandi ANGAN Skincare - villta, hreina og sjálfbæra húðvörumerkinu sem er innblásið af rótgrónum, íslenskum hefðum og notast við remedíur úr villtum, handtýndum jurtum til að næra og lækna húðina.
Síðan 2016 hefur verkefni mitt með þessu einstaka húðvörumerki verið að þróa hágæða vistvænar húðvörur sem einstaka virkni.
Ég starfaði sem arkitekt og í kjölfar mikils vinnuálags og stress byrjaði líkami minn að senda mér alls kyns skilaboð í formi líkamlegra verkja og útbrota á húð. Líkami minn var að kalla á hjálp og loks áttaði ég mig á því að ég yrði að forgangsraða og setja bæði líkamann og sálina í fyrsta sæti.
Þarna varð líka ákveðinn vendipunktur í lífi mínu og upphaf ferðalags í átt að meiri sjálfsrækt og lífsfyllingu en ég hafði áður þekkt. Ég lagði rækt við líkama minn og vildi næra húðina með góðum húðvörum sem voru án gerviefna og þekktra ertandi efna sem finna má svo víða. Þegar ég fann ekki þær vörur sem ég leitaði eftir ákvað ég að búa þessar vörur til sjálf og gera það vel – og úr varð ANGAN.
Vörurnar eru handunnar í litlum skömmtum, en ANGAN fæddist úr þrotlausri vegferð minni til að búa til bestu hreinu og lífrænu húðvörurnar með því að sameina rannsóknir og menntun í arkitektúr og náttúrulegum húðlausnum sem byggja á mínum eigin áskorunum sem ég átti með húðina mína.
Each product embodies the ANGAN promise - all formulations are done in small batches using only the purest, sustainably sourced ingredients for your skin. All ingredience are certified organic or wildcrafted, plant based, cruelty free and vegan. The lineup is packaged in ANGAN signature green bottles complete with outer packaging FCR Certified. Handcrafted in small batches in Iceland; from the wild, rolling fields to your skin one drop at a time.
Ég vil gjarnan deila innsýn minni á norrænum lífsstíl sem hluta af ANGAN ferðalaginu í gegnum þetta nýja blogg. Von mín er sú að þessi ráð og innsýn verði einnig góð áminning um að hugsa um sjálfan þig, hlúa að húð þinni og sál, muna að forgangsraða þér og skapa þannig grunn að andlegu æðruleysi og jafnvægi.
Svo ég býð þér að koma við af og til og þakka þér að vera hluti af ANGAN upplifuninni.
Xx, Iris
Photos: Anika Batkowska
Leave a comment