MIKILVÆGT YFIR VETRARMÁNUÐINA: YFIRBORÐSHREINSUN

Á köldum mánuðum hefur húðin tilhneigingu til að þorna og dauðar húðfrumur byrja að byggjast upp á yfirborðslaginu. Áhrifaríkasta leiðin til að fjarlægja dauðar frumur og fjarlægja burt þurra húð á líkama er líkamsskrúbbur. Líkamsskrúbbar skrúbba ekki aðeins burt daufa, þreytta húð, heldur vinna þeir einnig gegn öldrun húðar, skilað djúpum raka, jafna út húðlit og láta húðina vera stinna og mjúka frá toppi til táa.

 

Ávinningur af yfirborðshreinsun

Vissir þú að yfirborðshreinsun hjálpar stærsta líffærinu þínu að endurnýjast hraðar með því að fjarlægja dauðu húðfrumurnar? Þetta er aðeins einn af mörgum kostum þessa einföldu húðumhirðu fyrir andlit og líkama.  Hér eru nokkrar fleiri ástæður til að hefjast handa STRAX:

  • Regluleg yfirborðshreinsun hjálpar til við að draga úr fínum línum. Það hjálpar húðinni að draga betur í sig raka og halda honum. Heldur húðinni mjúkri, sléttri og ljómandi.
  • Heldur svitaholum hreinum og kemur í veg fyrir stíflu; dregur úr og kemur í veg fyrir unglingabólur með því að fjarlægja bakteríur sem kunna að vera á húðinni. 
  • Kemur í veg fyrir sársaukafull, ljót inngróin hár með því að fjarlægja dauða húð, hjálpar vexti hársins að ná upp á yfirborðið og ekki vaxa aftur inn í húðina.
  • Fjarlægir eiturefni og eykur blóðflæði sem hjálpar til við að styrkja húðvefinn, bæta húðlit og heilsu þessa lifandi vefs.
  • Örvar blóðflæði og með líkamsskrúbbun þá hjálpar hreyfing til við að fjarlægja eiturefni í líkamanum og skola þeim út. Einnig að draga úr appelsínuhúð og auka ljóma.

 

Hvernig á að yfirborðshreinsa ?

Tvennt er nauðsynlegt til að yfirborðshreinsa húðina á réttan hátt - nálgunin og tíðnin. Of mikil yfirborðshreinsun getur valdið eyðileggingu á húðinni og því er mikilvægt að skilja hvers konar skrúbbun hentar best fyrir húðgerðina. Mikið yfirborðshreinsuð húð mun birtast rauð, ertandi og munu unglingabólur og rósroði geta orðið sýnilegri. Rétt eins og í lífinu er hófsemi lykilatriði.

Við mælum með því að nota líkamsskrúbb 2 sinnum í viku og andlits yfirborðshreinsi 1 sinni til 2 sinnum í viku til að skila sem bestum árangri.  Þekktasta tegund yfirborðshreinsa eru skrúbbar. Við notum íslenskt sjávarsalt í líkamsskrúbbnum okkar. Aukaafurð sem inniheldur mikið magn magnesíums og annarra náttúrulegra steinefna. Það er framleitt með því að nota eingöngu jarðhita til að búa til rakagefandi blöndu sem dregur úr bólgum og mýkir húðina. Önnur innihaldsefni í skrúbba eru sykur, korn og náttúrulegar perlur. 

Önnur tegund yfirborðshreinsunar er með sýrum eða ensímum, þar sem notuð eru innihaldsefni eins og alfa- og beta-hýdroxýsýrur, mjólkursýra og A-vítamín. Þau vinna að því að losa um dauðar húðfrumur og auka endurnýjunarferli húðarinnar. Það eru nokkur góð náttúruleg innihaldsefni eins og grasker og papaya sem eru rík af alfa-hýdroxý sýrum, einnig C- og A-vítamín sem hjálpa til við að yfirborðshreinsa húðina, berjast gegn unglingabólum, minnka aldursbletti og hvetja til húðendurnýjunar.

 

Skrúbbun með Kornaskrúbbi

Okkar vinsæli  Fjallagrasa Saltskrúbburinn skrúbbar og fjarlægir dauðar húðfrumur, bætir appelsínuhúð, endurnýjar og hjálpar til við að slétta húðina. Það inniheldur íslenskt sjávarsalt, handtýnd fjallagrös og blöndu af nærandi og endurnýjandi olíum sem gera húðina mjúka og orkumikla.

 

Yfirborðshreinsun með maska

Black Lava Andlitsmaski  er djúphreinsandi maski sem inniheldur virk kol, náttúrulegan leir, C vítamín, villtar íslenskar jurtir og eldfjallaösku. Andlitsmaskinn hreinsar svitaholur og óhreinindi, gefur létta yfirborðshreinsun sem losar um dauðar húðfrumur ásamt því að auka kollagenframleiðslu húðarinnar og sýnir samstundis sléttari og bjartari húð.

 

Kannaðu yfirborðshreinsa okkar fyrir bæði andlit og líkama.

 

Þú ert nokkrum smellum frá glóandi húð. 

 Xx

Iris

Skildu eftir athugasemd

Vinsamlegast athugið, athugasemdir verða að vera samþykktar áður en þær eru birtar