HAUST RÚTÍNA

Sumarið er að baki og kaldari mánuðir eru rétt handan við hornið. Núna er fullkominn tími til að yfirfara húðumhirðu þína og íhuga að skipta yfir í ríkari og rakameiri vörur sem húðin þarfnast núna. Hér eru þrjú auðveld skref til fyrir heilbrigða húð með mest seldu vörunum okkar.    

 

1 . Bað fyrir góða slökun og aukin raka

Það er ekkert meira afslappandi eftir langan dag en róandi heitt bað. Prófaðu baðsöltin okkar með áhrifaríkum og hreinum íslenskum hráefnum sem eru afeitrandi, rakagefandi og endurnærandi. Íslenskt steinefnasjávarsalt afeitrar, slakar á vöðvum og viðheldur raka í húðinni. Nærandi jurtir og slakandi aroma frá ilmolíum. Það fer eftir þörfum þínum, veldu á milli okkar Detox, Refresh eða Relax baðsalta.  Finndu það sem passar þér:

 

RELAX - Arctic Thyme Bath Salt – Slakandi og streitulosandi blanda af steinefnaríku sjávarsalti, íslensku blóðbergi ásamt róandi ilmkjarnaolíum úr garðablóðbergi og einiberjum.

REFRESH - Birch Bath SaltFrískandi og orkugefandi blanda af steinefnaríku sjávarsalti, íslenskum birkilaufum ásamt upplífgandi ilmkjarnaolíum úr bergamíu og piparmyntu. Njótið upplifunar sem mun hreinsa húðina og endurnýja líkamann

DETOX - Seaweed Bath Salt – Djúphreinsandi og nærandi blanda af steinefnaríku sjávarsalti, handtíndum þara ásamt afslappandi ilmkjarnaolíum úr lofnaðarblómum og blágresi. Blandan hreinsar, gefur raka og skilur húðina eftir mjúka og ferska

 

2 . Skrúbba burt þurra húð

 Eftir því sem árstíðirnar breytast verður húðin þurrari og dauðar húðfrumur byggjast upp á yfirborðinu. Til að fjarlægja burt þurra húð skaltu finna áhrifaríkan líkamsskrúbb. Líkamsskrúbbar skrúbbar þurra, þreytta húð og kemur í veg fyrir merki um öldrun með því að auka endurnýjun, draga úr appelsínu húð og auka stinnleika frá toppi til táa. Okkar vinsæli Fjallagrasa Saltskrúbbur fjarlægir dauða húð, bætir útlit frumu og hjálpar til við að slétta húðina. Hann inniheldur handtínd íslensk fjallagrös og blöndu af nærandi, endurnýjandi olíum sem skilja húðina eftir mjúka og orkumikla.

TIP: Byrjaðu á því að skrúbba fæturna og vinna þig upp líkamann í hringlaga hreyfingu. Þessi aðferð eykur blóðflæði, örvar sogæðakerfið og hámarkar ávinninginn af innihaldsefnunum. 

3 . Gefa húðinni raka boost 

Veldu vörur með rakagefandi innihaldsefnum til að tryggja að húðin fái mikilvæg næringarefni. Botanic Bliss Body Oil inniheldur blöndu af Avókadó olíu, Hamp olíu og Birch infusion sem eru pakkaðar með vítamínum, fitusýrum og andoxunarefnum sem auka raka. Þessi lykil náttúrulegu innihaldsefni hjálpa einnig til við að draga úr útliti appelsínuhúðar og styrkja húðina.

Að öðrum kosti skaltu prófa Volcanic Glow Body Oil til að gefa líkamanum smá auka ljóma á dimmum mánuðum haustsins. Þessi ljómandi líkamsolía er endurnýjandi blanda af lífrænum Rauðsmára, Rósaberja og Hafþyrnis olíum sem eru fullar af andoxunarefnum sem lífga upp á húðina. 

 

Njóta!

Xx Regnbogahimna

 

Myndir: Ari Magg

Skildu eftir athugasemd

Vinsamlegast athugið, athugasemdir verða að vera samþykktar áður en þær eru birtar